Velkomin

 
Gaman að sjá ykkur hér! Hér fyrir neðan eru frekari upplýsingar um HjartaStöðina, hver við erum og hvað við gerum.

 

Hvað er HjartaStöðin

 

HjartaStöðin er öflug alheims hreyfing andlegra leitanda sem rækta og auka persónulega sjálfstjórn af kostgæfni. Áætlunarverk okker er að bjóða upp á skilaboð og kenningar frá hinum uppstignu meisturum í gegnum David Christopher Lewis, sem er vígður boðberi fyrir hið Milka Hvíta Bræðralag. Sem raunverulegt samfélag, útvörpum við ókeypis daglegri guðþjónustu, sem býður uppá hugleiðingu, líkamsæfingar, sálmasöng, vedískar bænir og ákallanir; persónulegar frásagnir, og kennslu frá hinum uppstignu meisturum. Við hittumst á staðbundnum námskeiðum, ráðstefnum og í pílagrímsferðum.
HjartaStöðin var stofnuð árið 2005 í Livingston, Montana, í Bandaríkjunum og hefur aðal bækistöðvar sínar þar. Síðan hún var stofnuð höfum við haldið yfir 100 ráðstefnur um allan heim, gefið út yfir 170 frumsamin lög, 300 frumsamdar bænir, 40 nýaldar talnabönd og höfum fengið yfir 7000 HjartaStrauma frá uppstignum meisturum í gegnum David Christopher Lewis. Allar þessar bænir, lög, talnabönd og hjartastraumar eru til boða á vefsíðu okkar án kostnaðar.

 

Bréf frá meðstofnanda og boðbera

 
Kæri Hjartavinur,

„Mér fynnst eins og ég sé komin heim!“ má oft heyra frá nýjum vinum okkar. Við bjóðum þig hjartanlega velkomin, hvort sem þú finnur okkur á netinu, í nágreninu, eða á alþjóðlegum vettvangi. Hvað höfum við til að bjóða þér?
  • Kærleiksríka viðurkenningu
  • Tækifæri á heilun, umbreytingum og árangi
  • Hagnýtar andlegar kenningar og verkfæri fyrir þróunarbrautina
  • Skilaboð, kenningar, blessanir og hreinsanir frá uppstignum meisturum og alheims verum
Við þökkum þér fyrir að hafa samband! Og við virðum gjafir þínar og bjóðum þér að taka þátt í okkar öfluga samfélagi hjartavina um allan heim og koma á nýrri öld friðar, frelsis og fræðslu.

 

Hvað gerum við? Við hugleiðum, berum fram bænir, syngjum, tónum, dönsum og horfum á morgun sólina og skynjum geisladýrð hennar og þar með öðlumst innri fræðslu. Við stúderum og deilum kenningum uppstignu meistaranna. Við elskum, heilum og döfnum. Verkefni mitt er að flytja innblásnar núverandi kenningar meistaranna til þess að halda áfram starfi hins Alheimslega Mikla Hvíta Bræðralags (og Systralags) ljóssins.  
Ég bið þig velkomin á ný! Ég hlakka til að hitta þig á einum af okkar mörgu gagnvirkum net-námskeiðum eða staðbundnum námskeiðum á meðan við tökum þátt í ljósaleiðangrinum.
                                                                                                       David Christopher Lewis
                                                                                                               

 

                                            Samfélag Okkar  

 
HjartaStöðin er alþjóðlegt samfélag af hjartavinum frá öllum hornum heimsins. Við bjóðum öllum andlegum leitendum sem elska guð og hafa löngun til að halda áfram á þroskabrautinni, velkomna. Hjartastöðin krefst ekki félagsgjalda og er fjármagnað að mestu með framlögum (gjöfum). Allt sem þú þarft að gera til að taka þátt er að koma neð opin hug og hjarta.
Smelltu á hnappin hér að neðan ef þú hefur áhuga á að hafa samband við aðra hjartavini sem búa nálagt þér.

 

Hvað er Vatnsberaaldar Essínar Samfélag?


Við sem erum meðlimir í HjartaStöðinni rekjum andlegan ættlegg til essínanna, kristnu dulspekingjanna sem undirbjuggu komu Krists. Andlegar iðkanir okkar svo sem bænir, sálmar, hugleiðingar, talnabönd, heilnæmt mataræði, og fleira eru endurspeglun aldagamallra venja þeirra, ræktað vegna ástúðar á Guði. Með þeim undirbúum við vöknun Krists í okkur.  

 

Áætlunarverk & Hugsýn okkar

 
Áætlunarverk okkar

Við sem erum í Hjartarstraumar Samfélaginu gerum okkur grein fyrir persónulegri dulrænni þekkingu, sem við fáum frá hinu Æðra Sjálfi okkar, og heimfærum fróðleik, ástúð og visku uppstignu meistaranna um alla jörðina.

 

Hugsýn okkar

Við búum í sjálfbærum Gull-Kristals Aldar samfélögum í gleði og sátt við Móður Náttúru og notum sólarvísindi andans. Við geislum ljósi og við lifum og elskum sem ein heild.