Search
Search
Login
Register
Toggle navigation
Home
Íslenska
Um Okkur
Velkomin
Til að byrja með
David Christopher Lewis
Bænir
Hafðu samband
Polski
O nas
Kim jesteśmy - Co robimy
David Christopher Lewis - nasz posłaniec
Informacje na początek
Skontaktuj się z nami
Podstawowe nauki
Kim są wzniesieni mistrzowie?
Czym jest wniebowstąpienie?
Moc słowa mówionego
Siedem tęczowych promieni
Alchemia fioletowego laserowego światła, Ho'oponopono i radykalne wybaczanie
Czym jest przekaz serca?
Български
Кои сме ние – Какво правим
Дейвид Кристофър Луис
Да започнем!
Основополагащи учения
Кои са Възнесените Учители?
Какво е Възнесението?
Italiano
Chi Siamo – Cosa Facciamo
David Christopher Lewis
Iniziamo!
Insegnamenti Fondamentali
Chi sono i Maestri Ascesi?
Cos'è l'Ascensione?
Русский
Кто мы – Что мы делаем
Дэвид Кристофер Льюис
Давайте начнём!
Основные учения
Кто такие Вознесённые Владыки?
Template
About
Who We Are - What We Do
Events and Courses
Teachings
Meiri upplýsingar á ensku
um Meru Háskólan er
hér
.
Tengill á bókina er
hér
.
Tengill á bókina er
hér
.
David Christopher Lewis,
meðstofnandi Samfélags Hjarta
S
töðvar
innar,
Merú-háskólans og Paradise Permaculture Institute (Stofnun um sjálfbæra og lífræna ræktun), er
hvatningarmaður,
kennari, tónskáld og rithöfundur
; n
emandi hinna uppstignu meistara og hefur lagt stund á flest trúarbrögð heimsins í fimm áratugi. Ferill Davids hófst á því að hann fékk hugboð frá uppstignum meisturum árið 2004 sem fólu honum að stofna nýja andlega hreyfingu.
26. febrúar 2005 var
Hjarta Stöðin
stofnuð.
Hjarta
S
töðin
Hjarta Stöðin eru
óhagnaðardrifin
góðgerðarsamtök
. Samtökin
tileinka sér að miðla opinberunarkenningum hinna uppstignu meistara um allan heim.
Kenning
ar uppstignu meistaranna streyma til hjarta
Dav
ids og eru því gjarnan kenndar við HjartaStreymi. Þeim er ætlað að skapa ljómandi fagra og glaðværa
sólarmenningu.
Frá upphafi hefur
Hjarta Stöðin
vaxið í alþjóðlega hreyfingu með útsendingarstöðvar og/eða staðbundna hópa í Argentínu, Ástralíu, Kanada, Chíle, Kosta Ríka, Mexíkó, Suður-Afríku, Spáni og Svíþjóð, auk Bandaríkjanna.
Merú-háskólinn
Merú-háskólinn, menntastofnum samfélags okkar, hefur fram að færa úrval vefnámskeiða í gagnvirku umhverfi. Námskeiðin innihalda beinar upplýsingar frá hinum uppstignu meisturum og innblásnar orðræður Davids. Hjartans vinir samfélags okkar hafa líka haldið fjölmörg fræðslunámskeið.
Útgefin
rit
Meru Press, útgáfuarm
ur
Hjarta Stöðvarinnar
, hefur
gefið út átta megin ritverk eftir
David.
Framhaldsnám um áru mannsinns
eykur skilning okkar á mannsárunni á nýjan og spennandi
hátt
með kenningum
meistarans El
Morya.
Englar, englar, englar!
Nútímalegur boðskapur
frá himneskum vinum
inniheldur
boðskap fleiri en 40 engla, sem leiðbeina okkur og færa okkur von, náð, dyggðir og blessanir.
Kvan Jin um
náð
,
f
yrirgefningu og bódhisattva-l
eiðina
þar sem Kvan Jin deilir visku sinni og kærleika sem hvetur okkur til dáða og til að feta
bódhisattva-veginn og uppfylla guðlega köllun okkar
á jörðinni.
Gimsteinar sem gleðja
eftir Jesú eru hvetjandi, spennandi og skemmtilegar
kenninga
r
um gleðina.
Líf í sálarfyllingu
eru nýstárlegar kenningar frá Afra um kærleika, bræðralag og frelsi. Fyrsta bindið er tileinkað sigri ljóssins í Afríku og íbúa hennar og ræktun kærleiksríkra samskipta á meðal allra kynþátta.
Kærleiksvegurinn heim
eru daglegar hugleiðingar um að lifa í Nærverunni
. Hún
opnar á hverjum degi leið að helgidómi kærleikans, innri friði, gleði, sátt og sameiningu þinni við Nærveruna (æðri-vitundina).
Boðskapur Maríu guðsmóður um heilagleika, heilun og vonir nýja
tímans
er samantekt boðskapar Maríu guðsmóður. Þau hafa mikla þýðingu á
þessum krefjandi tímum og ljúka upp gáttum fyrir umbreytingum í lífi okkar og heimi.
Saint Germain um alkemíu nútímans: HjartaStrymi á vatnsberaöldinni,
1. bindi, brýtur til mergjar dýpri leyndardóma sköpunar og alkemískrar gullgerðarlistar.
Saint Germain um alkemíu nútímans: HjartaStreymi á vatnsberaöldinni,
2. bindi, er framhald af fyrra bindinu þar sem Saint Germain deilir innsýn sinni um æðri gullgerðarlist (alkemíu nútímans) með nemendum ljóssins um allan heim.
Viskukennsla hinna sjö meistara eftir Maha Chohan (Stór-meistarann)
flytur hressilega innsýn þessara viskumeistara austurs og vesturs í þeim tilgangi að leiða mannkynið til andlegra framfara.
Önnur
útgefin rit Davids
Ljós á þroskabrautinni, andagift fyrir hvern dag ársins
er hvetjandi boðskapur um leiðsögn, huggun og blessun.
Nú, zen, um alla eilífð, speki í vasabrotsstærð.
Bænir, tilskipa
nir og möntrur
er
bænabók samfélags okkar sem inniheldur meira en 170 trúarbænir og möntrur.
Önnur starfsemi
David tók þátt í að stofna Paradise Permaculture Institute og Alkemíubúðina. Verslunin er bæði á netinu og í miðbæ Livingston. Alkemíubúðin hefur á boðstólum margar vörur, Þar á meðal tólf tónlistardiska eftir David. Þar er líka að finna ýmsar bækur um andlegar iðkanir og heilsu ásamt kristölum, gimsteinum, orgónítum (lífsorkugjöfum) og úrval gjafavara – allt í því augnamiði að aðstoða fólk á þroskabrautinni.
Paradise Permaculture Institute beinist að því að vinna með náttúrunni til að stunda lífræna og sjálfbæra garðyrkju á helgum stöðum, jafnvel í auðninni á hálendi Montana-fylkis. Stofnunin heldur námskeið og veitir ráðgjöf í ýmsum námsgreinum bæði fyrir fullorðna og unglinga. Þau eru oft haldin á
5.8
2
km landareign Davids nálægt bækistöðvum Hjarta Stöðvarinnar.
David sendir út gjaldfrjálsar bænaþjónustur á netinu. Hann leiðir ársfjórðungslegar ráðstefnur og námskeið Hjarta Stöðvar okkar og hefur leitt pílagrímsferðir um allan heim í boði hinna uppstignu meistara síðan Samfélag Hjarta Stöðvarinnar var stofnað. Þar að auki hefur David haldið einstaklingsfundi um uppeldisfræði sálarinnar sem hefur orðið hundruðum hjartans vina að liði á hinni andlegu braut.
Sér til upplyftingar hugleiðir Dvid í dögun, syngur, semur tónlist, ræktar jörðina sína, spilar gólf og lætur sig dreyma um nýja sólarmenningu.
Þú getur hlustað á tónlist Davids á YouTube með því að smella
hér
.
Davíð býr nálægt Livingston ásamt eiginkonu sinni Mónu.