Búddhaeðli Þitt
Það mætti einnig kalla það Kristseðli þitt. Innblásnir og listrænir uppstignir meistarar hafa búið til kort sem sýnir guðlegt eðli okkar, tengingu okkar við Guð í gegnum ÉG ER-Nærveruna okkar. Þessi kort hafa verið uppfærð áratugum saman.
Útgáfan okkar er kölluð „Búddhaeðli þitt"
Meiri upplýsingar á ensku um Búddhaeðli þitt eru hér.
Hinn kvenlegi guðdómleiki
Móðurástin læknar öll sár og öld kvenlegs guðdómleika er runnin upp. Hinar kvenlegu hliðar guðdómsins veita umfram allt huggun, von, hreinleika og heilleika. Fyrirmyndir guðsmóðurreglunnar hafa komið til okkar í gegnum ýmsar trúarhefðir, sérstaklega hindúasið. Til dæmis má nefna Maríu mey, móður Jesú, og náðargyðjuna Kvan Jin.
Tengill á Maríu mey er hér. Tengill fyrir Kvan Jin er hér.
Arfleifð Hjarta Stöðvar okkar
Samfélag okkar byggir á arfleifð andlegra samfélaga sem hafa það að markmiði að hjálpa félögum sínum að öðlast sjálfsþekkingu. Nú á tímum uppgötva margir þá gleði og fullnægju sem felst í því að sameinast guðlegu eðli sínu.
Myndband á ensku er hér
HjartaStraymi er nafnið sem uppstignir meistarar hafa gefið boðsendingum sem hafa bæði fyrr og síðar borist samfélagi okkar síðan það var stofnað árið 2005. Þú getur leitað að meistara, viðburði, dagsetningu eða öðru efni í gagnsafni HjartaStreymisins.
Meiri upplýsingar á ensku eru hér.
Heilagur Andi
Guð skildi okkur ekki eftir ein og yfirgefin frá því að við stigum niður og fæddumst í holdinu fyrir ævalöngu.
Hinir uppstignu meistarar fengu kraft frá Heilögum Anda til að sýna okkur hvernig við getum einnig tekið við þessari Nærveru sem býr innra með.
Maha Chohan, hvers nafn merkir „Stór-Meistarinn,“ er fulltrúi Heilags Anda innan uppstigningarhefðar okkar. Í hindúasið gegnir Shíva þessu sama hlutverki. Hann er kallaður tálsýnaeyðir eða uppljóstrari blekkinganna.
Karma og endurholgun
Það er jafn öruggt og árstíðirnar og hreyfing jarðar í kringum sólina að við snúum aftur til jarðar ef við höfum karmaskuldir. Við þroskumst samhliða því að gera upp karmaskuldirnar. Hvert er svo markmiðið með allri þessari guðlegu menntun? Uppstigningin.
Meira um Karma og endurholdgun á ensku er hér.
Hinir stórkostlegu sjö — Meistarar geislanna sjö
Það er skynsamlegt skref að kynnast þessum sjö uppstignu meisturum til að þroska sálarlíf okkar - frá El Morya á fyrsta geisla til Saint Germains á þeim sjöunda.
Meira um meistara geislanna á ensku er hér.
Svo er það hugleiðsla – Lokaðu munninum, stilltu hugann, vertu kyrr og hafðu samneyti við Guð í mæltri bæn og með því að kyrja - það hefur allt að segja. Hugleiðsla er samt alveg jafn mikilvæg og bænin. Hugleiðsluiðkun bætir bænastarf okkar um leið og það dýpkar samband okkar við guðdóminn. Og auðvitað er hægt að nota leiðbeiningar í hugleiðslu og stundum getum við hugleitt með því að hlusta á háleita tónlist.
Hugleiðsluröðin okkar
• Hugleiðsla 101 á ensku er hér.
• Upplifunin á ávinningnum af hugleiðslu á ensku er lýst hér.
• Hugleiðingar með leiðsögn á ensku er hér.
Hvað er boðberi?
Það hefur verið venja frá ævafornu að einhverjir hafa verið kallaðir til þess að tala fyrir hönd Guðs – sjáendur, spáprestar (einnig nefndir goðsvarar og véfréttir), spámenn Gamla testamentisins. Hefðin hélt áfram þegar Bræðralagið bauð David Christopher Lewis árið 2004 að taka að sér þetta hlutverk og stofna samfélag okkar.
Meir um boðbera er hér.
Saint Germain og fjólublái loginn

Tengill á fjólubláa-leysir ljósið á ensku er hér. Tengill á bókina er hér.
Það er ekki svo langt síðan meistarinn Saint Germain gerðist milligöngumaður fyrir Bræðralagið og þar með vita nú fleiri sálir á jörðinni en nokkru sinni fyrr um fjólubláa logann og hvernig má nota hann. Fjólublái loginn, sem er einn þáttur Heilags Anda, veitir mannkyninu náð og miskunn, fyrirgefningu, gleði og sálarfrelsi í ríkum mæli sem við þörfnumst meira en nokkru sinni fyrr. Í samfélagi okkar höfum við einnig lært að nýta áhrif hans sem fjólublás ljós-leysis og með hinni róttæku Ho'oponopono-aðferð til fyrirgefningar syndanna, sem byggir á fornri kenningu frá Hawaii.
Sanat Kúmara, ævaforn frelsari jarðarinnar
“Hinn aldni“ í Biblíunni, sem heitir Sanat Kúmara og er nefndur Dipamkara í búddhadómi, Kartikeya í hindúasið og Ahúra Mazda í saraþústratrú. Sanat Kúmara bjargaði jörðinni okkar frá glötun fyrir örófi alda.
Meira um Sanat Kúmara á ensku er hér.
Geislarnir sjö og kristals geislarnir fimm
Meiri upplýsingar á ensku eru hér.
Til þess að ná tökum á kristals geislunum fimm verðum við að byrja á geislunum sjö. Þannig þroskumst við á veginum, styrkjumst til að geta veitt meiri þjónustu. Dansaðu í gegnum geislana með okkur!
Hvers vegna að kyrja bænir og biðja upphátt?
Ímyndaðu þér að þú biðjir upphátt og kyrjir bænir eins og að þú sért klappstýra sem kallar fram allt það sem er fagurt, heilagt, kærleiksríkt og gleðilegt í mönnum. Þegar við komum saman og förum með bænir okkar í samfélagi og útsendingum okkar, þá er það eins og að halda líflega hvatningarfundi með Guði! - Mikill kraftur það!
-
Kraftur uppbyggilegra mæltra og kyrjaðra bæna, tilskipana, staðfestinga og söngva
-
Endurteknar útsendingar
-
Þrígreindi loginn
Meira um þrígreinda logann á ensku er hér.
Snertu hjarta þitt. Það er þarna. Finndu fyrir því. Þrígreindi loginn er Guð, logandi innra með í efnisgerð þinni. Þessi logi býr í kristals hólfinu í hjarta þínu og hressir þig og upplífgar á vegferð þinni hér á jörðu.
Tvíburarlogar
Þegar við stigum niður í efnið fylgdi okkur ástríkur stuðningur hins helmings okkar, tvíburalogans. Guð vissi að við þyrftum á hjálp að halda við þessa miklu tilraun sem kallast lífið. Skaparinn hugsar til alls! Já, hver vera á sér tvíburaloga. Tvíburalogar sumra meistara, erkiengla og elóhíma (tíva) hafa verið opinberaðir í þessu samfélagi og öðrum sambærilegum. Og eitt það athyglisverðasta undanfarna áratuga hefur verið samband tvíburaloga Jesú og Mögðu.
Meiri uppýsingar um tvíburaloga á ensku eru hér.
Alheims-bræðralag ljóssins
Við erum vernduð. Við erum elskuð. Á himnum er aragrúi uppstiginna meistara, engla og annarra stórkostlegra vera innan vébanda Stóra Hvíta Bræðralagsins sem vilja hjálpa okkur að finna aftur leiðina heim.
Meira um Alheims Hvíta Bræðralagið á ensku er hér.
• Hverjir eru hinir uppstignu meistarar? Hvað er Alheims Hvíta Bræðralagið.
• Erkienglar og kvenerkienglar (Meiri upplýsingar á ensku eru hér).
*Hvítt vísar til litarins á árublikinu; það er óviðkomandi húðlitnum.
Orðabók um hugtök í tenglsum við uppstignu meistarana
Frá „Afra” til „Z-geislas, frá hugtökum til ágrips af ævi- og ferilskrám. Við vonum að þessi ört vaxandi orðabók komi sér vel. Orðabókin er á ensku er hér.
Viltu spyrja um eitthvað? Viltu spjalla? Okkur þætti vænt um það. Sendu okkur tölvupóst á friends@heartscenter.org